IZIPIZI

IZIPIZI gleraugun koma til okkar beint frá París. Þau eru gerð í styrkleikum frá 0 til +3 og bjóðum við upp á mismunandi umgjarðir. Auk lesgleraugna fást hjá okkur skjágleraugu. Skjágleraugun sía út 40% af bláum geislum sem skjáir gefa frá sér og minnka því líkur á þreytu í augum.

Umgjarðirnar eru samt sennilega það sem gera gleraugun svona vinsæl, frönsk hönnun upp á sitt besta gera umgjarðirnar mjög klæðilegar. Þær eru úr mjúku og léttu plasti sem gera þær mjög þægilegar, enda hafa gleraugun algjörlega slegið í gegn. Nýir litir koma tvisvar á ári svo að ef þú sérð þinn uppáhalds er betra að stökkva til, hann kemur kannski ekki aftur.
IZIPIZI