Collection: Hendrikka Waage

Hendrikka Waage er íslenskur skartgripahönnuður, búsett í London. Árið 2005 hóf hún hönnun og framleiðslu á skartgripum og hefur skartgripalínum Hendrikku verið gerð góð skil í helstu tískutímaritum heims svo sem Vogue, Elle og Hello.

Menntun og reynsla Hendrikku er alþjóðleg og hefur hún starfað og búið í mörgum löndum, m.a. Indlandi, Japan, Rússlandi og Bandaríkjunum. Þetta hefur fært henni mikið innsæi og þekkingu á erlendum mörkuðum og veitt henni tækifæri til að kynnast margvíslegum og ólíkum menningar- og hugmyndaheimum.  Öll þessi reynsla hefur hvatt hana áfram og gefið henni innblástur til að skapa einstaklega fagra eðalgripi og sérstaka hönnunarlínu.