SKILMÁLAR

Upplýsingar um seljanda
Verslunin SALT er lífsstíls- og gjafavöruverslun, saltverslun.is. 
Magnval Ehf.
kt: 520209-0260
Ármúli 11 - 108 Reykjavík
Sími: 557 1400
Netfang: salt@saltverslun.is

Skilmálar
Magnval ehf. 
áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Eins áskilur Magnval ehf. sér rétt til að breyta reglum og skilmálum fyrirvaralaust. 
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um villur.
Með því að nota vefsíðu og vefverslun SALT viðurkennir og samþykkir neytandi að viðkomandi hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.

Afhending vöru
Eftir að pöntun og greiðsla hefur borist afgreiðum við eins fljótt og kostur er. Ef sú staða kemur upp að vara sé ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna hvenær varan sé væntanleg.  Viðkomandi getur þá ákveðið hvort hann vilji hætta við kaupin og fá endurgreitt eða bíða eftir að varan komi aftur á lager.


Verð og greiðslur

Verð í vefversluninni geta breyst án fyrirvara. 
Frá vefsíðunni fara allar greiðslur til Saltpay í gegnum dulkóðað vefsvæði og sér Saltpay um alla meðhöndlun á kortaupplýsingum.
Öll verð í vefverslun SALT eru birt með VSK og sýna reikningar verð með VSK.
Þegar greiðslu er lokið er sendur tölvupóstur til kaupanda þar sem viðskiptin eru staðfest.
Ef rangar verðupplýsingar koma í ljós eða verðbreytingar verða þá áskilur SALT sér rétt til að hætta við pantanir eða taka vörur úr vefverslun án fyrirvara.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Pantanir eru sendar með Póstinum (Postur.is) og er hægt að velja um að fá þær sendar á næsta pósthús, heim að dyrum, pakkaport eða póstbox.
Einnig er boðið upp á sendingar með Dropp.

Póstburðargjaldið er greitt af viðtakanda. Vinsamlegast athugið að sendingar innanlands geta tekið allt að þrjá daga. 

SALT tekur enga ábyrgð á vörum eftir að þær hafa verið sendar í póst. 
Athugið að ef ekki eru rétt merktar póstlúgur eða póstkassar, þá mun Pósturinn senda vöruna til baka og lendir sá kostnaður á kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin í vefverslun SALT, saltverslun.is gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í upprunalegum óskemmdum umbúðum þegar henni er skilað. 
Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.
Hafa skal samband með því að senda póst á salt@saltverslun.is.
Ekki er hægt að skila né fá endurgreidd kaup á matvöru frá Nicolas Vahé.
Ekki er heldur hægt að skila eyrnalokkum.
Við skil á vöru er miðað við kaupverð á sölureikningi.
Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með og er endurgreitt að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. 
Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur í hendur seljanda.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd af SALT nema um gallaða vöru sé að ræða.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Lög og varnarþing
Öll viðskipti við SALT eru í samræmi við íslensk lög.
Rísi mál vegna þeirra, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.