Collection: Simla
Belgíska fyrirtækið Simla býður upp á breitt úrval af vörum fyrir heimilið. Einkunnarorð þeirra eru "Design the life you love" og er markmið fyrirtækisins að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi svo heimilið endurspegli fyrst og fremst persónuleika íbúanna. Við fundum einstaka og öðruvísi hluti hjá Simla sem passa fullkomlega í verslunina og inn á íslensk heimili. Úrvalið er fjölbreytt, matarstell og öðruvísi eldhúsáhöld, styttur, púðar, bakkar, lampar og margt fallegt, enda kolféllum við fyrir þessu fallega merki, sem er "Surprisingly different", eins og Simla fyrirtækið segir sjálft.